Ferðalag um íslenskt skólakerfi

Sería 1 - 2022

Innslögin í 4 þáttum á N4 

Leikskólastigið

Í þessum þætti er sjónum beint að starfinu í Leikskólanum og nokkur fyrirmyndarverkefni skoðuð. Gestir þeirra Ingva Hrannars og Ingvars eru Jónína Hauksdóttir varaformaður KÍ og Anna Lilja Sævarsdóttir leikskólastjóri.

Grunnskóli 2

Í þessum þætti munum við ferðast í fjóra skóla og skoða nánar slökun og íhugun starfsmanna og nemenda í Borgarnesi, nemendastýrð foreldraviðtöl á Akranesi, hönnunarhugsun í Helgafellsskóla í Mosfellsbæ og samþættingu í samfélagsfræði og íslensku í Reykjavík. Gestir Ingva Hrannars og Ingvars eru þær Mjöll Matthíasardóttir og Guðríður Sveinsdóttir

Grunnskóli 1

Í þessum þætti er sjónum beint að starfinu í Grunnskólunum og nokkur fyrirmyndarverkefni skoðuð. Gestir þeirra Ingva Hrannars og Ingvars eru Ólöf Ása Benediktsdóttir kennari í Hrafnagilsskóla og Rúnar Sigþórsson prófessor emeritus við HA

Framhaldsskóli

Í þessum þætti er athyglin öll á starf framhaldsskólanna og verða fjögur verkefni sem tengjast m.a. notkun á tækni í skólastarfi, frumkvöðlamennt og nýsköpun. Gestir Ingva Hrannars og Ingvars eru þau Guðjón Hreinn Hauksson og Hildur Hauksdóttir

Styrktaraðilar verkefnisins eru:

Unnið í samstarfi við N4

Tilnefndu verkefni í næstu seríu af 'Ferðalagi um íslenskt skólakerfi' -

Tilnefndu verkefni í næstu seríu af 'Ferðalagi um íslenskt skólakerfi' -

Við erum að leita að spennandi skólaþróunarverkefnum á öllum skólastigum fyrir næstu seríu af 'Ferðalagi um íslenskt skólakerfi'. 

Ef þú ert með verkefni, einhver í skólanum þínum er með áhugavert verkefni í gangi eða þú hafir heyrt um verkefni annars staðar á landinu sem þú vilt að við skoðum, endilega sendu okkur ábendingu hér.