Hvað er Utís Online?

Utís Online er menntaviðburður á netinu fyrir kennara, stjórnendur og starfsmenn á öllum skólastigum. Ráðstefnan verður næst haldin 20-21.september 2024 frá 13-16 á föstudegi og 10-15 á laugardegi.


Þar verða

  • Heimsklassa fyrirlestrar, allir textaðir á íslensku 🇮🇸

    • Fyrirlestrar m.a. um skólaþróun og nýsköpun, læsi, hugsandi stærðfræðirými, samskipti heimilis og skóla, námsmat með nýjum augum, geðheilbrigði og farsæld ungmenna, hvernig skal kenna svo ung börn heyri, gervigreind, leiklist, bekkjarstjórnun í list-, verkgreinum og íþróttakennslu og hvað góðir kennarar gera öðruvísi svo eitthvað sé nefnt…

  • Ígrundunarbók á hvern þátttakanda og fleira í þátttökuþakka 💌

  • Á annan tuga innslaga í nýjum dagskrárlið sem heitir 'Ferðalag um íslenskt skólakerfi’

  • Þátttökupartý í skólum og stofnunum um land allt og margt fleira! 🎉

  • Að auki verða tækifæri eftir formlega dagskrá að hitta kollega um land allt, taka spjall og læra áfram saman.

Formleg dagskrá er áætluð:

  • Fös.20.sept: 13-16

  • Lau. 21.sept: 10-15

„Flott skipulag, frábærir fyrirlesarar og tær snilld af hafa fyrirlestrana textaða.”

„Netráðstefna sem kom ánægjulega á óvart vegna samfélagsins sem skapað var í kringum hana”

„Flott skipulag, frábærir fyrirlesarar og tær snilld af hafa fyrirlestrana textaða.” „Netráðstefna sem kom ánægjulega á óvart vegna samfélagsins sem skapað var í kringum hana”

„Þessi ráðstefna fær A+ hjá mér”

„Þetta er lang besta endurmenntun sem ég veit um”

„Þessi ráðstefna fær A+ hjá mér” „Þetta er lang besta endurmenntun sem ég veit um”

„Virkilega vel skipulögð og innihaldsrík ráðstefna”

„Mér fannst allt tengt ráðstefnunni unnið og sett fram af fádæma fagmennsku og ástríðu.”

„Virkilega vel skipulögð og innihaldsrík ráðstefna” „Mér fannst allt tengt ráðstefnunni unnið og sett fram af fádæma fagmennsku og ástríðu.”

 

Svona var stemningin í kringum Utís Online 2020

N4 voru á staðnum og fengu að vera fluga á vegg þegar ráðstefnan hófst, og ræddu svo meðal annars við Ingva Hrannar Ómarsson, hugmyndasmiðinn á bak við Utís.